Saksóknarinn og Sigmundur Davíð
Helgi Magnús segir vinstrisinnað fólk ógn við lýðræði á Íslandi. Tekur samt fram að óbeitin á vinstri sinnuðu fólki hafi; „ekkert með mínar stjórnmálaskoðanir að gera.“
Sigmundur Davíð skrifaði enn eina vörnina, vegna Klausturmálsins, um helgina þar sem hann lét að því liggja að allt annað hefði gilt hefðu vinstri menn úthúðað fólki, líkt og hann hans félagar gerðu.
Vararíkisaksóknarinn, Helgi Magnús Gunnarsson, tók undir með Sigmundi og Mogginn greinir frá viðbrögðum vararíkissaksóknarans.
„Ég held að þetta sé rétt. Það er lítill hópur af vinstri mönnum sem virðist telja að þeir séu dómarar um hvað sé siðferðilega rétt. Þeir virðast telja að þeir í nafni PC [pólitísks rétttrúnaðar] geti hrópað niður þá sem eru þeim ósammála,“ skrifar Helgi Magnús. Þetta sé fólk sem skapi þá hættu sem steðji að lýðræði á Íslandi. „Vegna þess að tjáningarfrelsið er undirstaða alls góðs sem við eigum í dag og allra framfara í framtíðinni.“
„Gapuxar eigin pólitísks rétttrúnaðar“ sem þarna hafi sig í frammi séu ekki mikils virði ef þjóðin láti þá ekki stjórna sér. Því miður hafi verulegur hluti háskólasamfélagsins hoppað á þennan vagn. Þetta fólk sé ekkert meira en hræsnarar sem enginn ætti að virða viðlits. „Ég vil taka það fram að þetta hefur ekkert með mínar stjórnmálaskoðanir að gera,“ sagði Helgi Magnús í samtali um færslu sína. Umræðan hafi hins vegar sýnt að það sé ekki sama Jón og séra Jón.
Efni þessarar færslu er fengið úr Mogganum.