- Advertisement -

Sakna „gamla“ Sjálfstæðisflokksins

Ragnar Önundarson skrifar á Facebook og segist sakna gamla Sjálfstæðisflokksins. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Ragnari.

„Á gullaldarárum Sjálfstæðisflokksins voru til athafnamenn sem fjárfestu í atvinnutækjum og sköpuðu launamönnum vinnu. Þeir skildu hlut starfsfólksins í árangrinum, viðurkenndu hann og launuðu. Starfsfólkið stóð með þeim. ,,Stétt með stétt“ sögðu menn. Þessir menn urðu miljónamæringar en tóku lítið út úr rekstrinum og bárust ekki á,“ skrifar Ragnar.

Flokkurinn veitti skjól

Og hann heldur áfram: „Fjárfestar nútímans eru af öðru sauðarhúsi, vilja verða milljarðamæringar strax. Þeir læra á eignatilfærslur fyrir milligöngu banka, koma sér í forréttindaaðstöðu, fá sparifé almennings lánað í bankanum til að féfletta þennan sama almenning. Sjálfstæðisflokkurinn veitti þessu skjól, lét gott heita að þingmenn hans og ràðherrar taki þátt í þessu og valdi sér æðstu forystu með þennan bakgrunn. Blessuð sé minning gamla Sjálfstæðisflokksins. Ég sakna hans á hverjum degi.“

Vil enn berjast

Geir Jón Þórisson bregst við með þessu: „Þessi orð þín Ragnar minn eru eins og mælt frá mínum munni. Ég hef verið tengdur Sjálfstæðisflokknum í um 50 ár og man því tímana tvenna a.m.k. og þetta er mín upplifun að nú sé svo komið eins og þú lýsir því miður. Vil enn reyna að berjast fyrir gömlu gildunum innan flokksins en líklega næ ég ekki langt með það því ég bý af smá reynslu frá síðasta kjörtímabili þegar ég var mun nærri þessu öllu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: