Málflutningur sveitastjórnarráðherrans, Sigurðar Inga Jóhannssonar, fer þvert ofan í formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur.
„Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra hélt því fram í pontu Alþingis í síðustu viku, að þau sveitarfélög sem skilað hefðu hagnaði á undanförnum árum gætu vel tekið á sig það högg sem nú skellur á,,“ skrifar Þórdís Lóa í Mogga dagsins.
„Viðbrögð hans, og sá aðgerðapakki sem kynntur var af ríkisstjórninni sem sérstakur stuðningur við sveitarfélögin, sýna mikið skilningsleysi á þeim brimskafli sem er að skella á þeim. Hafi sveitarfélag á undanförnum árum skilað afgangi, líkt og sveitarstjórnarráðherra lýsti, mun sá afgangur vera fljótur að hverfa til að halda rekstri þess á floti á þessu ári,“ bætir hún við.
„Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar hlýtur að sýna vanda sveitarfélaganna meiri skilning. Ég skora á ríkisvaldið að huga bæði að almennum stuðningi við öll sveitarfélög í landinu og sértækum stuðningi við þau sveitarfélög þar sem algjört hrun hefur orðið á atvinnugreinum, líkt og við sjáum á nokkrum stöðum s.s. í Skútustaðahreppi, í Mýrdal og á fleiri stöðum,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.