Stjórnmál

Sakar minnihlutann um vanhugsað „slump“

By Miðjan

March 31, 2020

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, gaf ekki mikið fyrir tillögur minnihlutans við afgreiðslu fjáraukalaga:

„Engin vissa er um að þeir 30 milljarðar sem stjórnarandstaðan leggur til komist til vinnu á þessu ári líkt og lagt var upp með. Það eru nokkrar breytingartillögur sem ég tel að séu beinlínis vanhugsaðar eins og hækkun barnabóta sem kemur þeim tekjuhærri best og beinlínis dregur úr notagildi kerfisins til jöfnunar eins og kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda. Á ýmislegt virðist slumpað án þess að nokkuð sé vitað um hvernig það kemur út fyrir einstaka hópa. Það er mikilvægt að vera á tánum í þeirri stöðu sem við erum í og taka ákvarðanir í skrefum til að vera viss um að við séum að beina fjármunum þangað sem þeir nýtast best. Það munum við gera.“