- Advertisement -

Sakar Katrínu um að beita blekkingum

Björn Leví Gunnarsson:
Með svona brögðum tekst forsætisráðherra að finna loksins samanburð þar sem lægri tekjutíund kemur betur út en hærri tekjutíund, alla vega hlutfallslega.

„Forsætisráðherra beitti því klassískri blekkingu í flutningsræðu sinni í upphafi árs, að ljúga með tölfræði, að velja mælikvarða úr gögnunum til að mála mynd sem lítur bara vel út en er ekki rétt þegar betur er að gáð,“ sagði Björn Leví Gunnarsson á Alþingi fyrr í dag.

„Forsætisráðherra sagði í umræðu um stöðu stjórnmála í upphafi árs, með leyfi forseta:

„Ráðstöfunartekjur að teknu tilliti til fjármagnstekna aukast hlutfallslega mest hjá neðstu tekjutíundinni en minnka hjá þeirri efstu.“,“ sagði Björn Leví og bætti við:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nýjar fréttir daglega
Miðjan.is

„Samkvæmt Tekjusögunni hafa ráðstöfunartekjur efstu tekjutíundarinnar, T10, hækkað um 73,1% frá 1991 á meðan ráðstöfunartekjur neðstu tekjutíundarinnar, T1, hafa hækkað um 40,2%. Forsætisráðherra tekur hins vegar tillit til fjármagnstekna líka en þá breytist myndin allt í einu T10 í óhag í eitt ár. Af hverju? Jú, af því að fjármagnstekjur minnkuðu á milli áranna 2017 og 2018. Engar aðrar tekjutíundir eru hins vegar með fjármagnstekjur að nokkru ráði á meðan T10 er með rúmlega sexfalt hærri fjármagnstekjur en T9. Að bera saman einhverja tekjutíund, hverja þeirra sem er, við tekjutíund 10 með fjármagnstekjum er því að bera saman epli og appelsínur því að engin önnur tekjutíund breytist mikið út af breyttum fjármagnstekjum,“ sagpi hann.

„Með svona brögðum tekst forsætisráðherra að finna loksins samanburð þar sem lægri tekjutíund kemur betur út en hærri tekjutíund, alla vega hlutfallslega. Hlutfallsleg aukning T10 er samt hærri en í T1 yfir lengra tímabil. Fundarverðlaunin þar fær forsætisráðherra — þrefalt húrra og allt það. Eitt ár í tekjujöfnun, ef fjármagnstekjur eru teknar með. Ef fjármagnstekjur eru undanskildar er hins vegar tekjugliðnun og það eina sem er hægt að fullyrða nokkuð um er að árið 2018 var slæmt fyrir fjármagnseigendur, ekki að jöfnuður hafi aukist,“ sagði Björn Leví Gunnarsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: