- Advertisement -

Sakar Bjarna um rakalaust bull

Hafa menn litið upp úr reiknistokknum.

„Fjármálaáætlun kynnt í dag. Þar er enn að finna þessa frámunalega vitlausu hugsun: „Þá eru tekjur ríkissjóðs einnig lægri en ella sökum þess að stærsta útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustan, er ekki skattlögð í almenna þrepi virðisaukaskatts heldur því neðra.“
Þetta er alveg frábært dæmi um kassalaga excel-hugsunarhátt án tengingar við raunveruleikann,“ þannig skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, á Facebook.

Og það er ekki allt. Hann er alls ekki sáttur. Lesið þetta:

„Halda útreiknarar fjármálaráðuneytisins í alvöru að ef virðisaukaskattur væri hækkaður á dýrasta ferðamannaland í heimi, og íslensk ferðaþjónusta þannig skattlögð langt upp úr öllum samkeppnisgrundvelli við önnur lönd sem myndi skila sér rakleitt út í verð til ferðamanna, þá myndu allar krónurnar sem excel skjalið segir skila sér í ríkiskassann? Hafa menn litið upp úr reiknistokknum og út um gluggann á Arnarhvoli, þar sem íslensk fyrirtæki standa í alþjóðlegum samkeppnisrekstri í alvöruheiminum? Ferðamenn á Íslandi verða ekki til í dálk C, röð 12. í tölvuskjalinu. Þetta er algerlega rakalaust bull.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: