Fréttir

Sagði nei í vor, segir já í haust

By Miðjan

September 14, 2018

Í umræðunni um fjárlagafrumvarpið skiptust Ágúst Ólafur Ágústsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir á skoðunum um barnabætur.

Ágúst Ólafur byrjaði: „Við höfum lagt þetta fram tvisvar á þingi, bara fyrir nokkrum mánuðum meira að segja, að barnabætur ættu ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. Nú er verið að taka það skref. Það er fagnaðarefni. En mig langar aðeins að fá mat eða skoðun háttvirts þingmanns: Hvað breyttist á þeim mánuðum? Af hverju felldi háttvirtur þingmaður tillögu okkar fyrir nokkrum mánuðum um að barnabætur ættu ekki að skerðast undir lágmarkslaunum og er núna nokkrum mánuðum síðar tilbúin að standa fyrir slíkri breytingu?“

„Eins og háttvirtur þingmaður veit var Samfylkingin með tillögur að ákveðinni fjármögnun sem ekki allir voru sammála um o.s.frv. Það er þannig á hverjum tíma að við þurfum að vega og meta tillögur sem við erum að fást við. Eftir samtal, eftir að hafa farið í gegnum þann tölulega grunn sem við höfum hér undir erum við í ríkisstjórninni og sem stöndum að henni sammála um að möguleiki sé að gera þetta. Við erum afskaplega ánægð með það,“ .svaraði Bjarkeu Olsen