- Advertisement -

Sagði „húrrandi klikkuð kunta“ og stóreykur fylgið

Skoðanakönnun MMR um fylgi flokkanna í Norðvesturkjördæmi er um margt sérstök. Byrjum á hástökkvaranum, Bergþóri Ólasyni. Þeim sem var orðljótastur á Klaustursbarnum. Eftir allt sem hann sagði er ljóst að kjósendur í kjördæminu kunna vel að meta sóðakjaftinn þann. Miðflokkurinn stóreykur fylgi sitt og er stærstur flokkar í Norðvesturkjördæmi.

Annað er fín staða Sósíalistaflokksins. Staðan er hvetjandi fyrir hinn nýja flokk.

Þriðja atriðið er staða Vinstri grænna. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur þurft að éta ofan í sig það sem einkenndi hennar pólitík þar til, já þar til flokkurinn gekk í lið með auðvaldinu. Það eru til endalausar tilvitnanir í Lilju Rafney þar sem hún talar þvert á það sem hún segir núna. Kjósendur sjá í gegnum viðsnúninginn þann.

Tveir ráðherrar eru í kjördæminu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki og Ásmundur Einar Daðason. Báðir flokkarnir tapa nokkru fylgi.

  • Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)
  • Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)
  • Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)
  • Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)
  • Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)
  • Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)
  • Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)
  • VG: 4,4% (–13,4 prósentur)
  • Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur)

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: