- Advertisement -

Saga af bankasölu / Að taka snöggan snúning á Íslandsbanka

Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt.

„Að kvöldi 22. mars var hringt í vel stæðan kunningja minn og spurt hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka. Hann gæti líklega orðið 10 milljónum ríkari þegar hann vaknaði í fyrramálið en þegar hann færi að sofa í kvöld! Sá sem hringdi var vinur kunningja míns og starfsmaður hjá einum af söluaðilum bréfanna. Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur – 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122. Við fyrsta hanagal morguninn eftir seldi svo kunningi minn bréfin á genginu 127. Loforð vinar hans frá því kvöldið áður stóðst nánast upp á krónu: Kunningi minn græddi um 10 milljónir á þessum tveimur símtölum; tæplega 1,5 milljónir á klukkutíma á meðan hann svaf,“ skrifar Páll Magnússon, fyrrum þingmaður flokks fjármálaráðherra.

„Um svipað leyti og þessi kunningi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur – var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt – hefði keypt þótt hann væri ekki í boði.

Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt,“ skrifar Páll Magnússon.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: