- Advertisement -

Sæstrengurinn er glapræði

Samfélag  „Ég tel þetta vera glapræði,“ segir dr. Baldur Elíasson, fyrrverandi yfirmaður orku- og umhverfismála hjá sænsk-svissneska orkurisanum ABB, um þær hugmyndir sem heyrst hafa í umræðunni, að leggja eigi sæstreng til Bretlands í þeim tilgangi að selja orku úr landi. Baldur, sem hefur unnið við orkumál lungann af starfsævi sinni og meðal annars veitt Kínverjum ráðgjöf um nýtingu endurnýjanlegrar orku, segir nokkra þætti koma í veg fyrir að fjárfestingin myndi borga sig. Þetta kemur fram í Morgubnlaðinu í dag.

Hann bendir á að strengurinn yrði sá lengsti sem lagður hefði verið í heiminum, eða um 1.200 kílómetrar, eða tvöfalt lengri en sá lengsti sem nú er til, sá er 600 kílómetrar og er í Norðursjó milli Noregs og Hollands. Sá strengur liggur á um hundrað metra dýpi. Strengur frá Íslandi fær niður á allt að eitt þúsund metra dýpi. Það gerir viðgerðir erfiðar og sérlega dýrar.

„Kostnaðurinn yrði svo gífurlegur að Ísland myndi ekki ráða við hann. Það hefur verið talað um fimm milljarða dollara í þessu samhengi. Það er að mínu mati allt of lág tala,“ segir Baldur sem áætlar að framkvæmdirnar sem slíkar gætu kostað tvöfalda þá tölu, og sennilega meira, segir Baldur í viðtali við Morgunblaðinu.

Hann bendir á að kostnaðinn yrði mikill og meiri en Ísland getur ráðið við, mörgum tæknispurningum sé ósvarað. „Því lengri sem kapallinn er, því hærri þarf spennan að vera.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Baldur segir, í samtali við Morgunblaðið, aðalástæðuna fyrir því að þessar hugmyndir gangi ekki upp þó vera einfalda: „Orkan er ekki fyrir hendi. Ísland hefur ekki upp á þessa orku að bjóða.“

„Við höfum því aðeins orku fyrir okkar þarfir út þessa öld. Ef menn vilja byggja streng þá – og hugsanlega verður slíkur strengur lagður í framtíðinni – yrði hlutverk hans að flytja inn orku, ekki selja hana.“

Og niðurstaða Baldurs Elíassonar er: „Kapallinn gengur ekki upp.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: