- Advertisement -

Sæstrengur – Stefnan mörkuð 2001

Gunnar Tómasson rifjar upp og bendir á frétt í Mogganum frá 21. apríl 2001.

Raforkusala verður gefin frjáls í áföngum.

 Í FRUMVARPI til raforkulaga sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær er lagður til aðskilnaður milli vinnslu og sölu raforku annars vegar og flutnings og dreifingar raforku hins vegar. Lagt er til að raforkusala verði gefin frjáls í áföngum og verði að fullu frjáls eftir 1. janúar 2004.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Gunnar Tómasson.

Í minnisatriðum vegna frumvarpsins kemur fram að meginmarkmið þess er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda þjóðarinnar til raforkuvinnslu í því skyni að efla atvinnulíf og byggð í landinu. Frumvarpinu er ætlað að skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og sölu á raforku og auka skilvirkni og hagkvæmni í raforkukerfinu í heild.

Fram kemur að grundvöllur þeirra breytinga sem lagðar eru til er tilskipun ESB 96/92 um innri markað raforku en þar er meðal annars gerð krafa um afnám einkaréttar til að framleiða rafmagn og að skilið sé á milli þátta þar sem samkeppni sé hægt að koma við, þ.e. vinnslu og sölu, og náttúrulegra einokunarþátta, þ.e. flutnings og dreifingar. Þá beri ríkjum að tryggja jafnan aðgang allra að flutnings- og dreifikerfi raforku.

Minni virkjanir tilkynningaskyldar

Í frumvarpinu er lagt til að aðkoma Alþingis að leyfisveitingum falli brott en leyfi iðnaðarráðherra þurfi til allra virkjana sem séu stærri en 1MW að stærð. Minni virkjanir verði aðeins tilkynningaskyldar til Orkustofnunar. Virkjanaleyfi verða tímabundin og lagður er til 50 ára hámarkstími sem miðast við eðlilegan afskriftartíma virkjana. Skilyrði fyrir útgáfu virkjanaleyfis eru tilgreind í frumvarpinu. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins verða þau að vera hlutlæg, gegnsæ og tryggja jafnræði. ÓHEIMILT ER SAMKVÆMT TILSKIPUN EVRÓPUSAMBANDSINS AÐ HAFNA ÚTGÁFU VIRKJANALEYFIS Á ÞEIRRI FORSENDU AÐ FRAMBOÐ Á RAFORKU SÉ NÆGT.

Umsögn.

Hvað á að gera við umframorkuna þegar búið er að virkja öll möguleg vatnsföll landsins?

  • 1. Láta hana fara til spillis – það væri ekki hagkvæmt.
  • 2. Leggja sæstreng – eina vitið, enda búið að virkja fyrir stórfé!

Í frumvarpinu er flutningskerfi raforku skilgreint sem öll raforkuvirki sem flytja raforku á 30 kV spennu eða hærri. Það tryggir að allar helstu virkjanir landsins tengist flutningskerfinu og að nýjar virkjanir og allar dreifiveitur eigi þess kost að tengjast því. Lagt er til að eitt fyrirtæki sem ráðherra tilnefnir annist alla raforkuflutninga og kerfisstjórnun og er öðrum fyrirtækjum sem eiga flutningsvirki gert að leigja línur sínar til fyrirtækisins og að úrskurðarnefnd meti leiguna ef samkomulag næst ekki.

Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að raforkusala verði gefin frjáls í áföngum. Til 1. janúar árið 2004 megi þeir sem kaupa 5 GWh eða meira skipta um raforkusala en eftir þann tíma verði raforkusala að fullu frjáls. Þó hvílir sú skylda á dreifiveitum að selja raforku á svæðum sínum til 1. janúar 2005 en frá þeim tíma er þeim óheimilt að stunda raforkusölu.

Þá felur frumvarpið það í sér að einstakar dreifiveitur eigi ekki að bera kostnað vegna óarðbærra eininga í aðveitu- og dreifikerfinu. Hefur iðnaðarráðherra skipað starfshóp til að meta kostnað vegna óarðbærra eininga í núverandi kerfi og koma með tillögur um hvernig skuli mæta slíkum kostnaði svo að tryggt sé að allir landsmenn taki sem jafnastan þátt í honum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: