- Advertisement -

SA vill endurtaka „mistök fortíðar“

Vill aflétta takmörkunum á erlendum fjárfestingum. Gylfi Magnússon er ekki hrifinn og bendir á hvað gerðist fyrir hrun.

Ásdís Kristjánsdóttir sem stýrir efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins, kallar eftir að innflæðishöft, það er girðingar fyrir takmarkalausan innflutning peninga, verði aflétt.

„Íslenski fjármálamarkaðurinn er þunnur og smár og beiting innflæðishafta því mjög skæð. Það er spurning hvort ekki sé fyrsta skrefið til bæta vaxtakjör til heimila og fyrirtækja að hleypa öðrum erlendum fjárfestum að borðinu,“ skrifar hún.

Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði, er ekki sammála Ásdís og eftir að hafa lesið grein hennar, skrifar Gylfi:

„Þeir sem læra ekki af sögunni eru dæmdir til að endurtaka mistök fortíðarinnar. Þessi grein er dásamlegt dæmi um það. Þeir sem muna rúman áratug aftur í tímann vita nefnilega að það gafst ekki mjög vel síðast að dæla hingað miklu erlendu fjármagni sem laðað var til landsins með vaxtamun. Það endaði með kollsteypu gjaldmiðilsins og hruni fjármálakerfisins. Gleymska sem þessi er besta skýringin á því að fjármálakrísur skella alltaf á aftur – það kemur nefnilega ný fljótlega eftir að lærdómurinn af þeirri síðustu hefur gleymst!“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki er hægt að skilja Samtök atvinnulífsins á annan veg en þau vilja hlaða á ný í jöklabréf, sem reyndust okkur hvað erfiðust í tiltektinni eftir hrunið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: