- Advertisement -

Sá sem leigir frá sér kvóta borgar ekki auðlindagjaldið – það gerir leigutakinn

Kvótagreifi sem leigir frá sér aflaheimild borgar ekki krónu til samfélagsins.

„Hvers vegna er það svo, að sá sem er nauðbeygður til að leigja til sín aflaheimildir, af kvótagreifa, til að veiða hér fisk sé sá sem greiðir auðlindagjald af aflaheimildinni til samfélagsins, en ekki sá sem leigir hana frá sér,“ spyr Vigfús Ásbjörnsson, formaður smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn.

„Leigusalinn, það er kvótagreifinn, þarf hvorki að greiða virðisaukaskatt né auðlindagjald vegna tekna sem hann fær fyrir að leigja frá sér aflaheimildir. Sem er jú sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Hann þiggur himinháar tekjur með leiguframsalsgjörningi,“ segir Vigfús.

„Kvótagreifi sem leigir frá sér aflaheimild borgar ekki krónu til samfélagsins þó hann sé sá sem er í forréttindastöðunni varðandi auðlindanýtingu þjóðarinnar og geti leigt sömu heimild frá sér ár eftir ár.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Leigutakin greiðir kvótagreifanum himinháa fjárhæð fyrir að geta veitt aflaheimildina og so bætist auðlindagjald til samfélagsins við og í flestum tilfellum stendur lítið sem ekkert eftir handa leigutakanum eftir að hafa veitt leigðu heimildina og greitt auðlindagjaldið til þjóðarinnar  en leigusalinn greiðir ekki eina krónu til samfélagsins í gjörningnum. Hann fær bara hreinar tekjur með þessum hætti ár eftir ár. Er það þess vegna sem þetta heita veiðigjöld?

Greinilegt að þessi framsalsheimild og lög um veiðigjöld, það er auðlindagjöld, var samin af kvótagreifum. Þetta verður að laga, ásamt svo mörgu mörgu öðru. Forréttindastaða kvótagreifans er alger og það er kvótagreifinn sem ætti að greiða auðlindagjaldið til þjóðarinnar en ekki sá sem nauðugur þarf að borga greifanum fyrir afnotin af annars sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: