„Sá sem keypti bitcoin í nóvember fyrir milljón á nú eitthvað sem hann getur selt fyrir 284 þúsund krónur“
Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokks Íslands vekur athygli á því að „sölumenn bitcoin héldu því fram að fólk gæti varið sig fyrir útþynningu opinberra mynta með því að binda fé sitt í crypto-gjaldmiðlum.“
Einnig að þessir gjaldmiðlar „þeir væru vörn fyrir svikum stjórnvalda gagnvart almenningi þegar erfiðleikar steðjuðu að.
Frá því í nóvember hefur bitcoin misst um 3/4 á verðgildi sínu og við varla komin með tærnar inn í komandi kreppu.“
Hann bendir áað „sá sem keypti bitcoin í nóvember fyrir milljón á nú eitthvað sem hann getur selt fyrir 284 þús. krónur, ef hann flýtir sér, annars fær hann enn minna ef hann á annað borð getur losnað við þetta; raunin er að crypto-myntir er eins og kanarífuglinn í náminu, þær falla fyrstar þegar eitthvað kemur fyrir.
Það er auðvitað frábært að hafa svona fyrirbrigði til að mæla óróa, en það er kannski ekki snjallt að fjárfesta í kanarífuglum í námum.“