- Advertisement -

Rýmri réttur til skilnaðar

Jón Steindór Valdimarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps um lögskilnað hjóna.

„Markmiðið með frumvarpi þessu er að jafna rétt fólks til lögskilnaðar óháð því hvort hann er að kröfu annars hjóna eða beggja. Þá er í frumvarpinu lagt til að lágmarkstími frests til að krefjast lögskilnaðar í kjölfar samvistaslita vegna ósamlyndis hjóna verði styttur.“

Þetta segir í greinargerðinni. Eins þetta:

„Hjúskapur er lögbundið og formlega staðfest samkomulag tveggja einstaklinga til að verja lífinu saman og deila ábyrgð á heimili og börnum sín á milli. Hjúskap fylgja jafnframt skyldur til trúmennsku og framfærslu sem og réttur til erfða falli annað hjóna frá. Grundvöllur hjúskapar er samkomulagið og er viðurkennt á Vesturlöndum að fólk geti fallið frá því samkomulagi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flutningsmenn segjast telja nauðsynlegt að rýmka rétt hjóna til að krefjast lögskilnaðar. „Er því annars vegar lögð til sú breyting á ákvæðum hjúskaparlaganna að réttur hjóna til skilnaðar sé hinn sami óháð því hvort annað þeirra krefjist skilnaðar eða bæði. Lagt er til að skv. 34. gr. laganna geti maki einhliða krafist skilnaðar. Þá er lagt til að bæði hjón eða maki geti krafist lögskilnaðar að undangengnum skilnaði að borði og sæng þegar liðnir eru sex mánuðir frá því að leyfi var gefið út til skilnaðar að borði og sæng eða dómur gekk. Hins vegar er lögð til sú breyting með frumvarpinu að lágmarkstími frests til að krefjast lögskilnaðar í kjölfar samvistaslita vegna ósamlyndis verði styttur úr tveimur árum í eitt ár.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: