Stjórnmál

RVK: Veikjast fátækir oftar en ríkir?

By Miðjan

January 28, 2020

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, spyr:

„Það er vitað mál að lág laun geta leitt til mikils álags og fjárhagslegra áhyggna og slíkt hefur ekki jákvæð áhrif á heilsu og Reykjavíkurborg hefur lengi vel verið láglaunavinnustaður.

Er hlutfall veikinda hærra hjá þeim sem eru á lægri launum innan Reykjavíkurborgar?

Hvað með langtímaveikindi?

Hvernig skiptast veikindi og langtímaveikindi eftir launabilum síðustu þriggja ára, eins og t.d. eftir: 0-400 þús í mánaðartekjur, 400-550 þúsund í mánaðartekjur og 550 þúsund í mánaðartekjur og uppúr?

Hvernig skiptist slíkt eftir sviðum?