- Advertisement -

RÚV virðir þingmann ekki svars

„Fyr­ir­spurn­inni hef­ur ekki enn verið svarað.“

„Und­ir lok sept­em­ber eða fyr­ir tæp­um átta mánuðum, lagði ég fram skrif­lega fyr­ir­spurn á þingi um hvernig Rík­is­út­varpið hefði upp­fyllt þjón­ustu­samn­ing­inn að því er varðar kaup af sjálf­stæðum fram­leiðend­um,“ skrifar Óli Björn Kárason í nýrri Moggagrein.

Hann rifjar upp að árið 2016 var und­ir­ritaður þjón­ustu­samn­ing­ur milli mennta­málaráðherra og Rík­is­út­varps­ins; „…og þar var meðal ann­ars ákvæði um kaup rík­is­miðils­ins á dag­skrárefni af sjálf­stæðum fram­leiðend­um.“

„Óskað var eft­ir sund­urliðun fjár­hæða eft­ir árum, dag­skrárefni, fram­leiðend­um og dag­skrár­gerðarmönn­um. Einnig óskaði ég eft­ir upp­lýs­ing­um um hvort kaup Rík­is­út­varps­ins á dag­skrárefni hefði í ein­hverj­um til­fell­um verið fjár­mögnuð með því að láta í té aðstöðu eða önn­ur efn­is­leg verðmæti. Þá spurði ég einnig hvort Rík­is­út­varpið hefði gert samn­inga um að fá hlut­deild í vænt­an­leg­um hagnaði vegna sölu til þriðja aðila á sjón­varpsþátt­um, kvik­mynd­um og heim­ild­ar­mynd­um, hversu mikl­ar tekj­urn­ar hefðu verið og hvernig þeim hefði verið ráðstafað,“ skrifar Óli Björn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Enn Ríkisútvarpið, og þá einnig menntamálaráðherra, svarar engu.

„Fyr­ir­spurn­inni hef­ur ekki enn verið svarað. Ekki frek­ar en ann­arri fyr­ir­spurn, sem þó er „ekki nema“ þriggja mánaða göm­ul, um þróun tekna Rík­is­út­varps­ins frá 2014 á föstu verðlagi, sund­ur­greint eft­ir árum og eðli tekna; út­varps­gjald, aug­lýs­ing­ar, kost­un, og aðrar reglu­leg­ar og óreglu­leg­ar tekj­ur.“

Í greininni segir Óli Björn að innan Alþingis sé sterk varðstaða um Ríkisútvarpið og engu breyti þó Ríkisútvarpið fari ekki að lögum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: