- Advertisement -

RÚV og Mbl: Arion tók völdin

Sem sagt, búið er útvista fréttaskrifum.

Úr „fréttinni“ á RÚV.

Það var pínlegt að hlusta á Boga Ágústsson lesa fyrstu frétt aðalfréttatíma Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Hann las upp, sem frétt, orðsendingu frá bankastjóra Arionbanka. Mogginn birtir í dag frétt skrifaða úr sömu orðsendingu. Fjölmiðlarnir báðir hreyfa engum athugasemdum við þessu. Þeir sættast að Arionbanki hafi dagskrárvald yfir fréttaflutningi.

Í áraraðir stýrði ég fréttastofum og erindum, svipuðum og Arionbanki fær inn í fréttum RÚV og Moggans, afþakkaði ég ávallt og benti stundum á auglýsinadeildina. Fréttatofa má aldrei verða sjálfsafgreiðslustofnun. Kannski eru það gamaldags viðhorf.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Úr „frétt“ Moggans.

Í „frétt“ Arion segir að draga eigi úr kostnaði. Arion klárar ekki eigin „frétt“. Og fjölmiðlarnir greiðviknu gera enga tilraun til að fá svör við hvernig eigi að lækka kosntaðinn.

  • Á að fækka fólki?
  • Á að fækka útibúum?
  • Á að lækka laun almennra starfsmanna?
  • Á að lækka laun þeir launahæstu?
  • Á að draga úr risnu?

Eflaust eru tilefni til fleiri spurninga. Meðan svör fást ekki er „frétt“ Arioin handónýt. „Frétt“ bankans er Ríkissjónvarpinu og Mogganum til skammar.

Síðar í sama fréttatíma las Bogi frétt um vandræða álverið í Straumsvík þar sem sagt frá kerskála þrjú. Óvissa er um hvað er um að vera þar. Bogi tilkynnti okkur að engin tilkynning hafi borist frá álverinu.

Sem sagt, búið er útvista fréttaskrifum. Nú er að bíða og sjá hvaða orðsendingar berast í dag. Þetta er til hreinnar skammar. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: