- Advertisement -

RÚV, Macron og traustið

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar:

Í tilefni af því að fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur haldið því fram tvo daga í röð að traust Frakka á Emmanuel Macron forseta fari vaxandi á sama tíma og þjóðin hafa snúist gegn mótmælum gulu vestanna, tók ég saman skoðanakannanir um traust á Macron frá byrjun nóvember. Þar er ekki að sjá nein merki um vaxandi traust á forsetanum. Fréttastofa RÚV byggir fullyrðingar sínar á einhverju öðru en könnunum, kannski eigin óskhyggju.

Bláa línan sýnir þau sem treysta forsetanum og rauða línan mínustölu þeirra sem vantreysta honum. Sú appelsínugula er samanlögð hinar tvær, nettótraust á forsetanum. Það er ekki hægt að merkja neinar breytingar, Frakka bera sáralítið traust til Macron og mikill meirihluti þeirra vantreystir honum og eru á móti stefnu hans. Þannig er það bara, sama þótt fréttamenn RÚV vilji hafa það öðruvísi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: