- Advertisement -

Rúv, Júróvision og orkupakkinn

Það heyrir til undantekninga að rætt sé við fólk utan þröngs hóps ráðafólks.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Ég heyrði upphaf Vikulokanna á Rás eitt Ríkisútvarpsins þar sem rætt var um orkustefnu Evrópusambandsins og innleiðingu hennar hérlendis. 100% viðmælenda var sammála þeirri ráðagerð, en skoðanakannanir sýna að um 30% landsmanna eru á þessari skoðun. Þetta er ekki einsdæmi; því miður endurspeglar Ríkisútvarpið sjaldnast afstöðu almennings en endurvarpar aðeins afstöðu yfirvalda og stjórnmálaelítunnar. Það heyrir til undantekninga að rætt sé við fólk utan þröngs hóps ráðafólks og þeirra sem þjónusta það um stjórnmál og annað viðfang lýðræðisvettvangsins. Þegar það gerist er almenningur sýndur á göngum Kringlunnar og er spurður um Júróvision eða hvernig honum fannst áramótaskaupið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: