- Advertisement -

Rúv fékk 864 milljónir í kostun

Ríkisútvarpið aflaði sér 864 milljóna króna með því að afla tekna með kostun einstaka dagskrárefnis. Það var Kolbeinn Óttarsson Proppé sem spurði menntamálaráðherra. Sjá allar spurningarnar og svörin hér.

Langmestur hluti þess efnis sem er kostað er íþróttaefni, stórviðburðir og leikið íslenskt efni. Tekjur Ríkisútvarpsins vegna kostunar á því efni sem heimilt er að kosta hafa verið eftirfarandi síðustu fimm ár:

  •     2015: 210 millj. kr.
  •     2016: 193 millj. kr.
  •     2017: 165 millj. kr.
  •     2018: 175 millj. kr.
  •     2019: 121 millj. kr.

Tölurnar eru á verðlagi í lok árs 2019.

Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisútvarpi er ekki flokkað í bókhaldi þess hvort það eru fyrirtæki, samtök eða einstaklingar sem kosta efni og af þeim sökum ekki hægt að verða við ósk um þannig sundurliðun í svari þessu

Kolbeinn Óttarsson Proppé spurði og féll eftirtektarverð svör.

Í árlegum ársskýrslum Ríkisútvarpsins er kostun flokkuð eftir dagskrárliðum en ekki eftir framleiðslu eða þáttum eins og sjá má á yfirliti um þá dagskrárliði sem voru kostaðir á árinu 2018: Bikarkeppni í handbolta, Bikarkeppni í körfubolta, Bikarkeppni í blaki, EM í frjálsum íþróttum, HM í knattspyrnu, EM í sundi, Eurovision og Söngvakeppnin og tengd dagskrá, Hestaíþróttir, HM í frjálsum íþróttum, EM í handbolta, HM félagsliða, HM og heimsbikarmót í skíðaíþróttum, Íslandsmótið í fimleikum, Íslandsmótið í keilu, Íslandsmótið í golfi og golfmótaröðin, Landsleikir í fótbolta, Landsleikir í handbolta, Landsleikir í körfubolta, Meistaradagar í íþróttum, Menningarnótt, Mótorsport, Ófærð, Reykjavíkurleikarnir, Reykjavíkurmaraþon, Skólahreysti og Vetrarólympíuleikar.

Eftirtaldir dagskrárliðir voru kostaðir á árinu 2017: Alla leið, Álfukeppnin í fótbolta, Bikarkeppni í handbolta, Bikarkeppni í körfubolta, Bikarkeppni í blaki, EM í frjálsum íþróttum, EM kvenna í fótbolta, HM í sundi, Eurovision, Fangar, Hestaíþróttir, HM í frjálsum íþróttum, HM í handbolta, HM félagsliða, HM og heimsbikarmót í skíðaíþróttum, Íslandsmótið í fimleikum, Íslandsmótið í keilu, Íslandsmótið í golfi og golfmótaröðin, Íslandsmótið í handbolta, Íþróttamaður ársins, Landsleikir í fótbolta, Landsleikir í handbolta, Landsleikir í körfubolta, Meistaradagar í íþróttum, Menningarnótt, Mótorsport, Reykjavíkurleikarnir, Reykjavíkurmaraþon, Skólahreysti, Söfnunarútsending og Söngvakeppnin.
    

Eftirtaldir dagskrárliðir voru kostaðir á árinu 2016: Akureyrarvaka, Alla leið, Bikarkeppni í handbolta, Bikarkeppni í körfubolta, Bikarkeppni í blaki, EM í frjálsum íþróttum, EM í sundi, Eurovision, Fangar, Gettu betur*, Hestaíþróttir, HM í frjálsum íþróttum, HM í handbolta, HM og heimsbikarmót í skíðaíþróttum, Hraðfréttir*, Íslandsmótið í fimleikum, Íslandsmótið í badminton, Íslandsmótið í golfi og golfmótaröðin, Íslandsmótið í handbolta, Íþróttaafrek Íslendinga, Íþróttamaður ársins, Landsleikir í fótbolta, Landsleikir í handbolta, Landsleikir í körfubolta, Ligeglad, Menningarnótt, Ófærð, Ólympíuleikarnir og Ólympíumót fatlaðra, Popp- og rokksaga Íslands*, Reykjavíkurleikarnir, Reykjavíkurmaraþon, Sjónvarpið í 50 ár, Skíðamót Íslands, Skólahreysti, Söngvakeppnin, Söngvakeppnin í 30 ár*, Útsvar*, Vikan með Gísla Marteini*.

Upplýsingar um kostun árið 2015 eru ekki fyrirliggjandi og þá er verið að vinna að ársskýrslu fyrir árið 2019 þar sem fram munu koma upplýsingar um hvaða efni var kostað á því ári.

     *      Kostun á stjörnumerktum dagskrárliðum hefur verið aflögð í samræmi við nýjar auglýsingareglur RÚV.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: