„Hér á landi er það þó ekki aðeins svo að Ríkisútvarpið moki fé upp af auglýsingamarkaði og það af miklu óhófi og ákafa svo ekki sé meira sagt heldur fær það aukið fé með hverjum manni sem hingað flytur og hverju fyrirtæki sem stofnað er.“
Þetta er úr Staksteinum Moggans í dag.
„Þetta hefur valdið því að Rúv. fær sífellt meira fé og hefur að auki selt lóðir (í stað þess að skila þeim eins og réttast hefði verið) fyrir um tvo milljarða króna á undanförnum árum.
Hvernig stendur á því að Rúv. fær að starfa algerlega ónæmt fyrir þeim aðstæðum sem aðrir búa við, bæði mörg önnur ríkisfyrirtæki og ekki síst einkareknir fjölmiðlar? Allir þeir helstu hafa þurft að grípa til róttækra aðgerða í rekstri á síðustu árum en Rúv. fær stöðugt meira fé,“ segir í Staksteinum.