Ríkasta fólkið fær risastóra skattaafslætti.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Skattaskjólin á Cayman-eyjum, Mön, Jersey, Guernsey og Máritíus finnast ekki lengur hjá Skattinum (þau eru óflokkuð). En við vitum að að ríkasta fólkið á Íslandi á núna 50 milljörðum meira inn á svona óflokkuðum skattaskjólum en það átti 2017. Fyrir utan alla hundruð milljarðana í hinum skattaskjólunum. Af hverju er RÚV ekki að segja frá þessu?
Tölurnar frá 2020 liggja fyrir hjá Skattinum. Nei, frekar bara endalausar fréttir af peningunum í séreignin. Gott og vel! En hvers vegna er RÚV ekki að segja frá þeim stórfréttum að ríkasta fólk Íslands verður nú æ ríkara, fær risastóra skattaafslætti og flytur peninga sína í stríðum straumum inn á útlenda bankareikninga og skattaskjól. Þetta er sýnir að RÚV er fyrst og fremst málpípa stjórnvalda og svona fréttir eru óþægilegar fyrir ríkisstjórnina.
Kjarninn er eini fjölmiðillinn sem sinnir þessu og í frétt hans kemur t.d. fram að; „Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis jókst um tæplega 58 milljarða króna á árinu 2019 og var 666 milljarðar króna um síðustu áramót. Frá lokum árs 2017 hefur hún aukist um 116 milljarða króna, samkvæmt hagtölum frá Seðlabanka Íslands.“
Þetta eru rosalegar fréttir og að finna í fréttablaði Skattsins, Tíund, um álagningu einstaklinga á árinu 2020. Þarna kemur fram hve ójöfnuðurinn er mikill, og fer vaxandi, og hvernig þeir ríkustu komast hjá því að borga venjulega skatta. Um 40% allra tekna ríkasta fólks Íslands eru fjármagnstekjur og því borgar það bara 22% skatta af allri þeirri summu. Venjulegt fólk, sem oft á tíðum berst í bökkum, borgar hins vegar í kringum 37% skatta. Þeir auðugustu borga meira að segja hlutfallslega minni skatta heldur en fólkið sem hefur ekki svona himinháar tekjur.
Af hverju er RÚV ekki komið á kaf í þetta? Það er nefnilega spurningin?