Rússneskir blaðamenn óska hjálpar
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir félaginu hafa borist neyðarkall frá rússneskum blaðamönnum en þeir höfði til kollega sinna víða um lönd og óski hjálpar. Margir þeirra hafa flúið frá Rússlandi og sjá sér ekki kleift að segja fréttir af því sem raunverulega á sér stað vegna innrásar inn í Úkraínu. Mjög er þrengt að blaðamönnum af rússneskum ríkismiðlum sem senda einhliða frásagnir frá yfirstjórn landsins og hafa bannað notkun orða eins og „innrás“. Alþjóðasamtök blaðamanna áhyggjur af rússneskum blaðamönnum og vonin er sú að unnt verði að veita þeim skjól þar sem þeir óska, segir Sigríður Dögg.
Hún mætir til Sigurjóns M. Egilssonar í þáttinn Pressan í kvöld en með henni mætir Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda en í þættinum líkir hann Pútín við Hitler.
Pressan er á dagskrá Hringbrautar klukkan 20:00 í kvöld.