„Innrásin í Úkraínu hefur einnig myndað gjá milli fyrrverandi bandamanna og Pútíns. Sumir af trúföstustu lærisveinum hans á Vesturlöndum, frá forseta Tékklands, Miloš Zeman, til Viktors Orbáns, forsætisráðherra Ungverjalands, hafa fordæmt aðgerðir hans. En, kannski enn mikilvægara, þá hafa óráðsræður Pútíns hliðsett rússnesku þjóðina. Með villimannslegri árás á Úkraínu hefur hann fórnað áratuga langri félagslegri og efnahagslegri þróun og eyðilagt vonir Rússa um betri framtíð. Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi,“ segir í grein í Mogganum í dag.
Það er Nina L. Khrushcheva prófessor sem skrifar greinina.
Þar segir einnig: „Pútín telur að Kína muni styðja hann. En eftir að hann hóf innrásina, aðeins nokkrum vikum eftir að hafa komið á einhverskonar bandalagssamningi við Xi í Peking, hafa viðbrögð kínverskra embættismanna verið mjög varfærin með ákalli um „hömlur“.
Í ljósi þess að Pútín treysti á Kína til stuðnings við að skora heimsmynd og yfirráð Bandaríkjanna á hólm, myndi það ekki hafa góð pólitísk eða stefnumótandi áhrif á Xi að ljúga að honum. Það sem veldur svo miklum áhyggjum er að Pútín virðist ekki lengur fær um þá rökhugsun sem ætti að stýra ákvarðanatöku leiðtoga. Langt frá því að vera jafningi er Rússland nú á góðri leið með að verða eins konar kínverskt leppríki.“