Greinar

Rússar slátra saklausum borgurum

By Ritstjórn

April 09, 2022

Haraldur Bjarnason blaðamaður:

„Raddir frá hinni hliðinni“. Hvaða rugl er þetta? Það er engin hin hlið á þessu. Það er bara ein hlið og hún er sú að Rússar ráðast inn sjálfstætt ríki og slátra þar saklausum borgurum. Slíkt á sér enga afsökun, enga aðra hlið. Þetta er glæpur sem ekki er hægt að afsaka eða breiða yfir á nokkurn hátt. Þeir sem láta líta svo út að einhver önnur hlið sé á þessum fjöldamorðum ættu að skammast sín.