Hvert sinn sem lestin sem gengur milli St. Pétursborgar og Helsinki kemur til Finnlands er hún sneisafull af Rússum á besta aldri. Þeir flýja heimalandið sitt. Með því verður hoggið stórt skarð í rússneska þjóð. Menntað fólk á besta aldrei yfirgefur Rússland. Örfáir farþegar fara með lestinni frá Helsinki til St. Pétursborgar.
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur skrifaði á Facebook:
„Mjög sammála Ingibjörgu, mér datt ekki í hug sú fjarstæða að Rússar réðust inn í Úkraínu og það kom fram í viðtölum við fjölmiðla. Aftur á móti held ég að sú staða sem nú kemur upp sé flóknari en svo að auðvelt sé að leysa mál. Margir hafa reynt að persónugera málið og einangra það við Pútín einan, ef hann færi frá væti allt gott. Því miður er þetta miklu flóknara og óvíst hve miklu hann ræður. Rússneski stjórnmálaflokkurinn Edinaja Rossia (Rússnesk eining) er lykill að þessu. Margir Rússar vinir mínir eru niðurbrotnir, sumir yfirgefa landið.“