Karl Garðarsson skrifaði:
Alþjóða sakamáladómstóllinn (ICC) í Haag gaf í dag út handtökuskipun á Vladimir Putin Rússlandsforseta og Mariu Lvova-Belova, sem fer með málaflokk sem varðar réttindi barna í landinu. Þau eru talin bera ábyrgð á ólögmætum flutningum á a.m.k. 16.000 börnum frá herteknu svæðum Úkraínu til Rússlands.
Mörg voru tekin frá foreldrum sínum undir því yfirskyni að þau væru að fara í tímabundið frí til Rússlands vegna stríðsins. Þau voru síðan send til afskekktra héraða Rússlands þar sem þau eru svipt tungumáli sínu og menningu. Þannig er Úkraína þurrkuð út í huga þeirra. Flest munu aldrei sjá heimaland sitt eða ættingja aftur.
Rússar viðurkenna ekki lögsögu sakamáladómstólsins, en hringurinn þrengist sífellt um Pútin.