- Advertisement -

Rukka 90 þúsund fyrir bréfið

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir sannar raunarsögur fólks sem berst um á leigumarkaði.

„Eitt sem gott er að minnast á varðandi Heimavelli sem ég varð vitni af vegna skjólstæðings míns. Hún lenti á spítala og gat ekki borgað einn mánuð í leigu. Krafan var send til Motus og Motus / Lögheimtan kaupir kröfuna af Heimavöllum sem gerir það að verkum að hún þarf að semja við Motus / Lögheimtuna og þeir rukka 90.000 kr. strax og slá engu af með kröfuna.

Þeir stofna kröfu í heimabanka 26.hvers mánaðar og eindaginn og gjalddaginn er 1.hvers mánaðar ef það er ekki greitt er krafan framsend til Motus og þeir kaupa kröfurnar! Sem þýðir hvað … jú þeir framsenda ógreiddu kröfuna + næsta mánuð lika í innheimtu og Motus byrjar að senda bréf sem kostar 90.000 kr. og þeir segjast ekki getað slegið neitt af.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: