Stjórnmál

Ruðningur Þórdísar Kolbrúnar

By Miðjan

March 08, 2021

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ólm vera í fyrsta sæti framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þar er fyrir Haraldur Benediktsson, þingmaður og varaformaður fjárlaganefndar.

Vilji Þórdísar Kolbrúnar að fara fram fyrir Harald hefur þegar haft mikil áhrif. Halldór Jónsson, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur sagt af sér vegna framgöngu Þórdísar Kolbrúnar.

Í Mogganum í dag segir: „Halldór er stuðningsmaður Haraldar, sem hann telur „óumdeildan leiðtoga sjálfstæðismanna í kjördæminu“, og leggst gegn því að varaformaðurinn felli þingmanninn úr sæti.“

Eflaust nær Þórdís Kolbrún sætinu af Haraldi. Ef ekki yrði það þungt högg á varaformann flokksins. Sama hvernig fer í átökunum milli Þórdísar Kolbrúnar og Haraldar er víst að flokkur er og verður óheill í kjördæmi varaformannsins. Ekki er einhugur um stöðu varaformannsins.