Fréttir

RT: Lúta ekki vilja valdsmanna

By Ritstjórn

October 20, 2017

Umræðan „Takið eftir því að lögmenn Glitnis leggja ekki í að krefjast lögbanns á Guardian en ráðast að Stundinni og Reykjavík Media með skelfilegum afleiðingum fyrir tjáningafrelsið í landinu. Þetta styrkir væntanlega skaðabótakröfu miðlanna sem nú sæta einelti þeirra sem ráða för hjá Glitni.

Og þessi staða er enn ein stoðin undir það að athöfn Þórólfs Halldórssonar sýslumanns og Ingólfs Haukssonar sé pólitísk og hreinlega aðför að fjölmiðlum sem ekki lúta vilja valdsmanna. Nú verður spennandi að sjá hvað þetta fólk gerir á mánudaginn þegar lögbann sýslumanns rennur út. Ætlar það að ganga alla leið fyrir dómstóla og krefjast þess að einungis tveir fjölmiðlar í heiminum sæti banni á birtingu umræddra gagna.“

Reynir Traustason á Facebook.