- Advertisement -

„Róttæk stéttapólitík, rekin ofan frá“

Stjórnarmeirihlutinn vill ekki hækka atvinnuleysisbætur en ætlar að nota sjóði almennings til að verja hlutafé auðmanna.

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar:

403 starfsmenn Bláa lónsins missa vinnuna. Fyrir þetta býðst eigendum fyrirtækisins styrkur úr ríkissjóði upp á mörghundruð milljónir. Um leið er ekkert sem kemur í veg fyrir að stjórnendur krefjist ókeypis vinnuframlags frá fólkinu sem er sagt upp. Margt af því mun svo lenda á strípuðum atvinnuleysisbótum eftir nokkra mánuði og þurfa að sætta sig við kjör undir lágmarkslaunum. Stjórnarmeirihlutinn vill ekki hækka atvinnuleysisbætur en ætlar að nota sjóði almennings til að verja hlutafé auðmanna, t.d. Gríms Sæmundsen og Helga Magnússonar, og auðvitað Ágústu Johnson eiginkonu ráðherra. Þessar aðgerðir eru ósanngjarnar, þær munu svíða og það verður enginn friður um þær. Þetta er róttæk stéttapólitík, rekin ofan frá.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: