- Advertisement -

Róttæk breyting á stjórnmálaumræðu

„Þegar slík umskipti verða, þegar slík bylting verður á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom að trausti, eða kannski á að segja að vantrausti, til stjórnmálanna. Hún fann sínar skýringar, að hluta að minnsta kosti. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar bera nokkra sök að mestu, að mati Katrínar.

Í stefnuræðu sinni sagði hún: „Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu seint jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun.

Samfélagið hefur breyst, upplýsingastreymi er með allt öðrum hætti. Samfélagsmiðlarnir hafa breytt stjórnmálaumræðunni með róttækum hætti. Okkur sem munum þá tíð að mestu skipti að komast í kvöldfréttir með það sem sagt var um morguninn finnst þetta vera algjör bylting þar sem fréttir morgunsins eru oft algjörlega gleymdar um kvöldið.

Þegar slík umskipti verða, þegar slík bylting verður á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta þar sem valdamesti maður heims, Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni geta slík umskipti á miðlum breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: