- Advertisement -

Rökleysa ráðherra trompaði aðra dellu á ráðstefnunni

Á ráðstefnunni voru fluttar nokkrar góðar tröllasögur…

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Það er eitthvað pervetískt við það að ráðherra Vg, sem segist vera róttækur umbótaflokkur, telji það vera mikinn heiður að ávarpa einhliða áróðursfund fyrir spilltu kvótakerfi í sjávarútvegi.

Í kvótakerfinu er það nánast reglan að hvert og eitt sjávarútvegsfyrirtæki sé með sitt „sölufyrirtæki“ sem gefur færi á milliverðlagningu. Afleiðingarnar eru ekki aðeins að samfélagið fer á mis við drjúgan hluta af útflutningstekjum af sameiginlegum auðlindum heldur kemur þetta niður á markaðsstarfi á fiski.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón:

Stjórnendur Íslandsbanka sem tóku virkan þátt í fundinum, virðast ekki kippa sér upp við milliverðlagninguna, ekki sem frekar en að helstu spaðarnir í kerfinu séu undir alþjóðlegri rannsókn og er úthýst úr norsku bankakerfi vegna peningaþvættis.

Stjórnendur Íslandsbanka sem tóku virkan þátt í fundinum, virðast ekki kippa sér upp við milliverðlagninguna, ekki sem frekar en að helstu spaðarnir í kerfinu séu undir alþjóðlegri rannsókn og er úthýst úr norsku bankakerfi vegna peningaþvættis. Á ráðstefnunni voru fluttar nokkrar góðar tröllasögur af því að íslenska kerfið væri uppspretta tækniþróunar, sjálfbærni og hagsældar á meðan aðrar þjóðir heimsins bæði veiða fisk með ósjálfbærum hætti og tapa peningum á því.

Rökleysa ráðherra trompaði aðra dellu á ráðstefnunni, en hún hélt því fram að hún hefði sett upp félagsleg kynjagleraugu þegar hún ákvað að endurflytja nánast óbreytt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar forvera síns, um að setja sandkola og sæbjúgu inn í gjafakvótakerfið.

Það eru ekki stundaðar beinar veiðar á sandkola heldur kemur hann með inn fyrir borðstokkinn sem meðafli á öðrum fiskveiðum. Það er nokkuð ljóst að með kvótasetningunni, þá er verið að búa til hvata til brottkasts fyrir þá sem veiða fiskinn og ekki hafa yfir kvóta að ráða. Með öðrum orðum er hér verið stuðla að matarsóun. Mögulega er matarsóun í góðu lagi með þeim félagslegu kynjagleraugum sem Vinstri grænir hafa á nefinu, en þau virðast vera allt annarrar gerðar en hagsýnar húsmæður brúka.

Hvað sem líður gleraugum og meintum femínisma sem ráðherra segist nota í sínum störfum þá er ljóst að það eru engar líffræðilegar forsendur fyrir því að kvótasetja tegundirnar, þar sem Hafró hefur afar takmarkaðar upplýsingar um líffræði þeirra.

Ef horft er fram hjá innihaldi og rökleysu ráðherra, þá var greinilegt að hún var léttari í bragði við að útskýra nýja gjafakvóta fyrir þessum fríða hópi bankamanna og kvótaþega, en þegar hún var að þrasa í þinginu um sama mál og svik hennar við þá stefnu sem flokkurinn boðaði í sjávarútvegi í nýliðinni kosningabaráttu.

Hún virtist vera komin á sinn heimavöll.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: