Greinar

Róbert Spanó skrifaði framboðsræðu

By Miðjan

January 01, 2024

Mikið er talað um að Róbert Spanó sé einn þeirra frambjóðanda sem verði í framboði fyrir Samfylkinguna. Róbert skrifaði langa grein sem birtist í Mogganum milli jóla og nýárs. Róbert skrifaði ræðuna í fjórum hlutum. Hér á eftir fer fyrsti hluti greinarinnar:

„Í fyrsta lagi auk­inn jöfnuð og sam­fé­lags­lega sam­hygð þar sem ein­stak­lings­frelsið nýt­ur sín í sam­fé­lagi sem vernd­ar hvert okk­ar og styrk­ir. Í öðru lagi áherslu á að efla efna­hags­lega stöðu Íslands með því að tryggja og efla stöðu lands­ins enn frek­ar í sam­fé­lagi Evr­ópuþjóða. Í þriðja lagi að styrkja rétt­ar­ríki okk­ar inn á við og bregðast við þeim hætt­um sem að okk­ur steðja. Síðast en ekki síst er nauðsyn­legt að treysta innviði lands­ins, sam­göngu­kerfið, orku­öfl­un­ar­kerfið, heil­brigðis­kerfið og efla áhersl­ur okk­ar á sjálf­bærni og vernd um­hverf­is­ins.

Það er röng hugs­un og ein­kenni ís­lenskra stjórn­mála nú um stund­ir að líta á þessi stefnumið sem ein­angruð hvert frá öðru eða í óviðun­andi tog­streitu. Þau hafa þvert á móti að geyma heild­ar­sýn um Ísland framtíðar­inn­ar sem sjálf­bært fyr­ir­mynd­ar­sam­fé­lag sem efl­ir ein­stak­ling­inn, en legg­ur þó áherslu á stöðu hans og skyld­ur í sam­fé­lagi við aðra og við um­hverfið.“