Mikið er talað um að Róbert Spanó sé einn þeirra frambjóðanda sem verði í framboði fyrir Samfylkinguna. Róbert skrifaði langa grein sem birtist í Mogganum milli jóla og nýárs. Róbert skrifaði ræðuna í fjórum hlutum. Hér á eftir fer fyrsti hluti greinarinnar:
„Í fyrsta lagi aukinn jöfnuð og samfélagslega samhygð þar sem einstaklingsfrelsið nýtur sín í samfélagi sem verndar hvert okkar og styrkir. Í öðru lagi áherslu á að efla efnahagslega stöðu Íslands með því að tryggja og efla stöðu landsins enn frekar í samfélagi Evrópuþjóða. Í þriðja lagi að styrkja réttarríki okkar inn á við og bregðast við þeim hættum sem að okkur steðja. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að treysta innviði landsins, samgöngukerfið, orkuöflunarkerfið, heilbrigðiskerfið og efla áherslur okkar á sjálfbærni og vernd umhverfisins.
Það er röng hugsun og einkenni íslenskra stjórnmála nú um stundir að líta á þessi stefnumið sem einangruð hvert frá öðru eða í óviðunandi togstreitu. Þau hafa þvert á móti að geyma heildarsýn um Ísland framtíðarinnar sem sjálfbært fyrirmyndarsamfélag sem eflir einstaklinginn, en leggur þó áherslu á stöðu hans og skyldur í samfélagi við aðra og við umhverfið.“