Það þarf að sjálfsögðu ekki að taka fram að þessi ofurríku eigendur geyma peningana í skattaskjólum.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Tveir af ríkustu mönnum í heimi nýta sér íslensku hlutbótaleiðina. Hafi einhver verið í vafa um hvernig nútíma kapítalismi virkar þá kemur það vel fram við lestur þessarar greinar. „Wertheimer-fjölskyldan sem fjárfesti í 66 gráður norður á meðal annars tískumerkið Chanel. Eignir hennar eru metnar á 8600 milljarða. Forstjóri 66, Helgi Rúnar Óskarsson segir að hann hafi ekki kannað eignarhald sjóðsins sem fjárfesti í 66 sérstaklega. Forstjórinn segir tekjutap félagsins gríðarlegt.“
Það þarf að sjálfsögðu ekki að taka fram að þessi ofurríku eigendur geyma peningana í skattaskjólum, þar sem þeir þurfa að borga litla sem enga skatta. Svo ber forstjóri 66 fyrir sig þá aumu afsökun að hann hafi ekki skoðað eignarhaldið á fyrirtækinu og þess vegna allt í lagi fyrir hann að nota hlutbótaleiðina.