Ríkt fólk kemst upp með að borga ekki fyrir þjónustuna sem það þó nýtir
„Skatttekjur eru helstu tekjur borgarsjóðs en fjármagnseigendur eru undanþegnir greiðslu útsvars og greiða því ekki í sameiginlega sjóði borgarinnar. Ríkt fólk á ekki að komast upp með að greiða ekki fyrir uppbyggingu í borginni og þá þjónustu sem það nýtir. Sveitarfélög geta ekki lagt á skatta án laga frá Alþingi en tillaga sósíalista um að skoða þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í september 2019. Henni var síðar vísað til Sambands íslenskra sveitarfélaga en ekkert hefur enn komið úr þeirri vinnu,“ svo bókaði Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki á síðasta fundi borgarstjórnar.