„Ég hef hvergi annars staðar séð það gerast að ríkisvaldið stuðli að fjöldauppsögnum, hvetji nánast til þeirra, með því að bjóða fram verulega fjármuni sem fyrirtæki í ákveðinni stöðu geti fengið til launagreiðslna starfsmanna sinna, bara ef þau segi þeim upp,“ skrifara Ole Anton Bieltvedt í Moggann í dag.
„Ekki verður annað séð en að ríkið taki á þennan hátt á sig heildarlaunagreiðslu til launþega, allt upp í 633.000 krónur á mann á mánuði, að meðaltali í 3 mánuði, með því skilyrði að ráðningarsamningi við viðkomandi starfsmenn hafi verið sagt upp og rift,“ skrifar hann.
„Er þetta hin furðulegasta ráðstöfun, en alls staðar annars staðar hefur mikill hluti af viðleitni stjórnvalda til að verja fyrirtæki, störf og laun gengið út á það andstæða; að fyrirtækin fengju stuðning og styrki til að halda mönnum í vinnu, virða og fara eftir gildandi ráðningarsamningum; segja þeim alls ekki upp.“
Grein Ole Antons er lengri og er í Mogganum í dag, eins og áður sagði.