Því miður hefur borið á því að gert sé minna með það en áður var, sem flokksmenn samþykkja á Landsfundi.
„Um þessa helgi heldur Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör en flokkurinn hafði á sínum tíma forystu um slíkt nýmæli og er vafalaust að það varð honum til framdráttar að minnsta kosti um sinn,“ skrifar Davíð Oddsson.
„Um það var rætt þá að flokkurinn hefði með því stigið stórt skref í lýðræðisátt og bréfritari var einn þeirra sem í þeirri fornöld vatt sér margoft galvaskur í slíka orrustu. Alla pólitíska ævi síðan vegnaði honum vel í prófkjörum, en það segir að sjálfsögðu ekkert um það hvort þau sem slík voru í sínu eðli góð eða vond,“ skrifar hann.
Davíð skrifar einnig í Reykjavíkurbréfi morgundagsins.
„Velviljaðir menn hafa stundum talið það sjálfsagt skref í þágu lýðræðisins að almennir flokksmenn kjósi helstu leiðtoga flokksins en ekki Landsfundur hans. Því miður hefur borið á því að gert sé minna með það en áður var, sem flokksmenn samþykkja á Landsfundi. Það hefur þýtt að vigt hans hefur snarminnkað svo verulegur skaði er af. Ef það bættist svo við þetta virðingarleysi að landsfundarmenn kæmu ekki beint að kosningu flokksforystu væri fátt eftir og minni vegur þætti vera af mætingu til Landsfundar.“
Og þetta: „Bakland flokka hér á landi er ólíkt og iðulega er fátt og lítið á bak við suma þeirra, en þeir fá þó iðulega veruleg áhrif út úr kosningum, þótt mismikið verði úr því, þegar á þing er komið. En núverandi kerfi er óhollt í ýmsum efnum og til að mynda er ríkisvæðing flokka komin úr böndum. Fræðimönnum hentar ekki að skrifa um slíkt því að þeir eru flestir staddir eins.“
Hér er lokið að skrifa úrval úr Reykjavíkirbréfi Davíðs.