- Advertisement -

Samþykkt: Ríkisútvarpið verði lagt niður

Stjórnmál „…og Ríkisútvarpið ohf. verði lagt niður í núverandi mynd.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur þessa stefnu og hún var samþykkt á landsfundi flokksins, fyrir aðeins fáum vikum.

Ályktunin hljómar svona í heild sinni: „Rekstur ríkisins á fjölmiðlum má ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Landsfundur leggur til að þörf samfélagsins fyrir ríkisfjölmiðil verði endurskilgreind og Ríkisútvarpið ohf. verði lagt niður í núverandi mynd. Auka þarf gegnsæi í eignarhaldi fjölmiðla. Mikilvægt er að varðveita menningararf þann sem Ríkisútvarpið ohf. hefur umsjón með og gera efni í eigu stofnunarinnar aðgengilegt almenningi.“

Framsókn hélt flokksþing fyrr á árinu og þar þessi ályktun samþykkt:

„Ríkisútvarpið gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi með aðhaldi og hlutlægri umfjöllun um íslenskt samfélag. Á RÚV hvílir rík, lýðræðis- og samfélagsleg skylda og því ber að þjóna öllu landinu. Útvarpsgjaldið verður því að renna óskipt til RÚV.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þarna er ekki talað eins ákveðið, til dæmis hvað varðar útvarpsgjaldið, það er hvort það eigi að hækka, verða óbreytt eða lækka.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: