Gunnar Smári skrifar:
Á hvaða vegleið er Ríkisútvarpið? Í gær var fulltrúi valdsins fenginn til að skýra sína hlið varðandi brottflutning um nótt á óléttri konu og fjölskyldu hennar. Einhliða sjónarmið valdsins, engin andmæli eða efasemdir. Í fyrradag voru til umræðu delluhugmyndir lögfræðinga og viðskiptafræðinga, sem allt er sjálfstæðisflokksfólks í störfum hjá áróðursmaskínu samtaka fyrirtækjaeigenda, sem stjórnað er af 50 auðugustu fjölskyldunum. Umræðuþættir Ríkisútvarpsins eru einokaðir af elítu sem er fyrirmunað að fjalla um samfélagið út frá sjónarhóli þeirra sem hafa orðið undir myljandi órétti hins ógeðslega þjóðfélags, svo vitnað sé til ummæla í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Á Ríkisútvarpið að vera enn eitt tæki auðvalds og elítu til að viðhalda völdum sínum? Eru ekki gerðar neinar kröfur þarna innanhúss að raddir allra landsmanna heyrist jafnt, að raddir almennings kafni ekki í hávaðanum frá auðvaldinu og elítunni sem þjónar því?
Ríkisútvarpið er ónýtt, því miður. Þegar almenningur nær völdum ætti hann að byggja upp nýtt alþýðuútvarp, leggja Ríkisútvarp auðvalds og elítu niður. Alþýðan hefur ekkert að gera með það að fjármagna með nefskatti enn bætta áróðursstöðu þeirra sem best standa.