„Enginn vafi er á því að gengið hefur verið allt of laangt við að ríkisvæða íslensku stjórnmálaflokkana. Að sumu leyti hafa bæði tilfinning og ábyrgð fólks á flokkunum laskast með breytingunni,“ segir helst í Reykjavíkurbréfi Davíðs Oddssonar.
Styrmir Gunnarsson skrifaði um þetta sama í Moggann í dag:
„Samtrygging innan þess hóps hefur lengi verið til umræðu en sennilega í ríkari mæli seinni árin og áratugi. Það má finna í umræðum manna á milli um kjaramál kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna og í vaxandi mæli um fjármögnun skattgreiðenda á starfsemi stjórnmálaflokka, sem mörgum finnst vera komin úr böndum. Óútkljáð deilumál á borð við fiskveiðistjórnarkerfið hafa haft svipuð áhrif,“ skrifar ritstjórinn.
„En hvað sem slíkum vangaveltum líður er nokkuð ljóst að baráttan í þingkosningunum í haust mun snúast um kjósendur á miðjunni, sem er svo sem ekkert nýtt en verður líklega harðari en oft áður.“