Mynd: Smári McCarty.

Fréttir

Ríkisútgerð stjórnmálaflokkanna

By Ritstjórn

January 09, 2021

„Enginn vafi er á því að gengið hefur verið allt of laangt við að ríkisvæða íslensku stjórnmálaflokkana. Að sumu leyti hafa bæði tilfinning og ábyrgð fólks á flokkunum laskast með breytingunni,“ segir helst í Reykjavíkurbréfi Davíðs Oddssonar.

Styrmir Gunnarsson skrifaði um þetta sama í Moggann í dag:

„Sam­trygg­ing inn­an þess hóps hef­ur lengi verið til umræðu en senni­lega í rík­ari mæli seinni árin og ára­tugi. Það má finna í umræðum manna á milli um kjara­mál kjör­inna full­trúa og æðstu emb­ætt­is­manna og í vax­andi mæli um fjár­mögn­un skatt­greiðenda á starf­semi stjórn­mála­flokka, sem mörg­um finnst vera kom­in úr bönd­um. Óút­kljáð deilu­mál á borð við fisk­veiðistjórn­ar­kerfið hafa haft svipuð áhrif,“ skrifar ritstjórinn.

„En hvað sem slík­um vanga­velt­um líður er nokkuð ljóst að bar­átt­an í þing­kosn­ing­un­um í haust mun snú­ast um kjós­end­ur á miðjunni, sem er svo sem ekk­ert nýtt en verður lík­lega harðari en oft áður.“