Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifaði:
Styrkir til stjórnmálasamtaka hafa numið um 3 og hálfum milljarði á síðustu fimm árum.
Hvernig er þetta fjármagn að nýtast almenningi? Er það besta fyrirkomulagið að verja um 700 milljónum ár hvert til stjórnmálaflokka? Hversu hátt hlutfall af því ætli fari í auglýsingar? Þurfum við að óttast auglýsingavæðingu stjórnmálanna eða er þetta nauðsynleg leið til að ná eyrum og augum fólks í nútímasamfélagi? Og ef svo er, er það þróun sem við erum sátt við? Að fjármagn fari í stöðugan auglýsingaflaum stjórnmálaflokka rétt fyrir kosningar? Er upplýsingum um stefnu og erindi framboðanna best komið til skila með þeim hætti?
Það þarf að leggja af eða endurskoða þessa styrki til stjórnmálaflokka og tryggja að fjármagni sé sem best varið úr opinberum sjóðum.
Að mínu mati hafa Sósíalistar nýtt fjármagnið með góðum hætti, komið því til hagsmunabaráttu hópa sem standa veikt fjárhagslega og nýtt fjármagn í uppbyggingu fjölmiðlunar sem sárlega vantaði og mikil þörf er á, í samstarfi við Alþýðufélagið/Samstöðina.
Ríkisstjórnin óskar nú eftir leiðum til hagræðingar, þetta gæti verið ein leið, að endurskoða þessa háu styrki.
Læt tvær myndir fylgja hér með, dæmi af skilaboðum sem bárust í kosningabaráttunni. Tek það fram að þetta eru ekki auglýsingar sem ég fann, heldur yfirskrift samfunda sem boðað var til.
Vangaveltur um áfengismenningu í stjórnmálastarfi er svo efni í nýjan pistil.