Greinar

Ríkisstyrkir til olíufélaganna

By Gunnar Smári Egilsson

April 02, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Ríkisstjórnin hefur boðið olíufélögunum að fresta öllum skattgreiðslum og sækja aukna lánafyrirgreiðslu í bankakerfinu. Samtök atvinnulífsins (eins og klíka allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna kallar sig) fara fram á að olíufélögin fá afslátt á launagreiðslum og/eða skilum á iðgjöldum í lífeyrissjóði. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, boðaði í dag beina styrki úr ríkissjóði til fyrirtækja, þ.m.t. olíufélögin. Ekki reyna að skilja þetta. Don’t try to make sense out of nonsense, þið gætuð misst vitið.