- Advertisement -

Ríkisstjórninni til háborinnar skammar

Oddvitarnir: Það er ömurlegt til þess að vita að þetta er líka gert við orlofsgreiðslur og þetta er gert ár eftir ár.

„Þetta er vilji ríkisstjórnarinnar. Það er vilji ríkisstjórnarinnar í dag að hafa þetta svona og það er henni til háborinnar skammar að skilja eftir einn hóp. Og hvar er allt talið um jafnrétti? Þetta bitnar mest á konum og börnum. Hvar er jafnréttið í jólabónusum og orlofsgreiðslum?“

Að sjálfsögðu var það Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, sem þannig talaði á Alþingi í gær.

„Í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra á síðustu vikum hef ég reynt að fá skýringar á því hvers vegna í ósköpunum fólki er mismunað með jólabónus. Hvers vegna í ósköpunum er einn hópur sem jólabónusinn er skertur hjá? Ef við horfum á hvernig jólabónusi hefur verið útbýtt ár eftir ár, og núna í boði þessarar ríkisstjórnar, kemur skýrt fram að foreldrar langveikra barna fá 59.748 kr. í jólabónus, atvinnulausir fá 83.916 kr. en öryrkjar og eldri borgarar þessa lands fá 44.654 kr. Hvað er það í eðli ríkisstjórnar eftir ríkisstjórn að setja svona hluti fram? Hvers vegna er verið að mismuna þessum hópi? Ég spyr líka: Hvers vegna í ósköpunum er einn tekinn út og fær skertan jólabónus, alveg niður í núll, ef verið er að mismuna þessum hópi líka?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Guðmundur Ingi sagði einnig: „Setjið þessa hungurlús sem verið er að gefa öryrkjum, 44.654 kr., í samhengi við óskertar 180.000 kr. sem við fáum. Þetta er skert alveg niður í núll. Það er ömurlegt til þess að vita að þetta er líka gert við orlofsgreiðslur og þetta er gert ár eftir ár. Það þarf ekki að segja mér, eins og ráðherra gerði, að af því þetta hefur alltaf verið svona eigi þetta að vera svona.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: