- Advertisement -

Ríkisstjórninni er fjarstýrt af Samtökum atvinnulífsins

Skoðum nokkur og takið eftir hversu mikið Blá Lónið fær og fjölskylda Bjarna Ben í gegnum ýmsa anga af fyrirtækinu Kynnisferðum.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Guð minn góður, það eru fyrirtæki sem hafa rakað saman peningum sem eru stærst á listanum yfir þá sem fengið hafa peningana okkar á gulldiski í formi uppsagnarstyrkja! Þeim var borgað fyrir að segja okkur upp. Skoðum nokkur og takið eftir hversu mikið Blá Lónið fær og fjölskylda Bjarna Ben í gegnum ýmsa anga af fyrirtækinu Kynnisferðum. Byrjum þar:

  • Ferðaskrifstofa Kynnisferða ehf. 92.118.923
  • Hópbifreiðar Kynnisferða ehf. 58.366.122
  • Bílaleiga Kynnisferða ehf. 35.228.783
  • Blá Lónið hf. 425.442.544
Þú gætir haft áhuga á þessum

Icelandair hefur fengið mest. Fyrirtæki sem á að vera í einkaeign en mergsýgur okkur almenning.

  • Icelandair ehf. 2.874.673.854
  • Iceland Travel ehf. 116.054.913

og svo fyrirtæki sem hafa verið mjög rík

  • Flugleiðahótel hf. 452.082.480
  • Íslandshótel hf. 435.858.046


Listinn fylgir hér með. Þetta er hryllingur hvað fyrirtæki sem hafa rakað saman peningum og borgað fleiri milljarða í arð skulu nú sjúga spenann á ríkissjóði með leyfi ríkisstjórnarinnar. Þetta eru fyrirtækin sem alls ekki vilja borga fólki meira kaup, en vilja hins vegar hirða af fólki sem borgar sína skatta og skyldur. Betla peninga af okkur sem sum hver eiga ekki fyrir salti í grautinn. Ríkisstjórninni er fjarstýrt af Samtökum atvinnulífsins sem nú eru í startholunum með að segja upp lífskjarasamningnum svo við fáum nú ekki umsamdar launahækkanir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: