- Advertisement -

Ríkisstjórnin var vöruð við

Langhæst hlutfall ljósmæðra er eldri konur. Þeir sem eru núna í forsvari þessarar ríkisstjórnar, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, bera ábyrgð á þessari stöðu og þurfa að leysa þetta mál.

Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson og Jón Þór Ólafsson.
Jón Þór rifjaði upp að Vilhjálmur og Willum komu að lagasetningu á verkfall ljósmæðra árið 2015.

„Þarf að koma á óvart að ljósmæður eru að segja upp? Spyrjið ykkur sjálf,“ sagði Jón Þór Ólafsson Pírati á Alþingi.

„Þær eru í háskólanámi í fjögur ár, bæta svo við sig námi og lækka í launum. Árið 2015 fóru þær í verkfall til að hækka við sig launin eins og þær eiga rétt á. Hvað gerir þá ríkisstjórnin? Hún setur lögbann á verkfallið þeirra þrátt fyrir að landlæknir hafi sagt að það væri ekki langtímalausn. Ég ætla að lesa úr bréfi landlæknis á eftir,“ sagði hannog tilvitnunin í bréf landlæknis er hér að neðan.

Áður en að því kom sagði Jón Þór: „Hvað gerist svo? Þær fá ekki greidd laun fyrir vinnu í verkfallinu og þurfa að fara í mál til að fá þau greidd. Þá er því áfrýjað til Hæstaréttar. Hvers konar skammarleg hegðun er þetta gagnvart ljósmæðrum? Hverjir eru ábyrgir? Hérna eru tveir háttvirtir þingmenn sem hafa rætt það í dag, þeir sem skrifuðu undir nefndarálit um að það ætti að samþykkja þetta lögbann, háttvirtir þingmenn Vilhjálmur Árnason og Willum Þór Þórsson, nefndarálit um að það ætti að samþykkja að setja lög á verkfall ljósmæðra þegar landlæknir sagði að það skilaði ekki neinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Landlæknir varaði við þessu. Við börðumst fyrir þessu og nefndum þetta ítrekað á sínum tíma. Þeir sem eru núna í forsvari þessarar ríkisstjórnar, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, bera ábyrgð á þessari stöðu og þurfa að leysa þetta mál.“ Ljósm.: Bonnie Kittle.

Þá kom að lestri úr bréfi landlæknis: „… aðgerðir sem binda endi á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið. Ef til þess kæmi þurfa stjórnvöld að gefa afdráttarlausa yfirlýsingu um að samningaviðræðum verði haldið áfram í þeim tilgangi að skapa viðvarandi vinnufrið innan heilbrigðiskerfisins.“

Að lestrinum loknum sagði Jón Þór: „Það hefur ekki verið gert. Þetta er öllum ljóst. Landlæknir varaði við þessu. Við börðumst fyrir þessu og nefndum þetta ítrekað á sínum tíma. Þeir sem eru núna í forsvari þessarar ríkisstjórnar, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, bera ábyrgð á þessari stöðu og þurfa að leysa þetta mál.“

Jón Þór nefndi einnig að fyrir mánuði hafi 20% ljósmæðra á Landspítalanum búnar að segja störfum sínum lausum. Þetta eru 30 ljósmæður af þeim 150 sem þar starfa.

„Við í þingflokki Pírata hittum Ljósmæðrafélag Íslands um daginn og fórum yfir stöðu mála. Meðal annars kom þar fram að langhæst hlutfall ljósmæðra er eldri konur,  þetta er alveg klárlega kvennastétt, og við erum að missa þessar reynslumiklu konur út úr stéttinni, einmitt þær sem hafa tekið þær nýju og lóðsað í gegnum starfið. Þetta er staðan.“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: