Katrín Baldursdóttir skrifar:
Ríkisstjórnin hefur svikið loforð sín í tengslum við lífskjarasamninginn. Alþingi hefur verið slitið án þess að afgreiða mál sem ríkisstjórnin var búin að boða að gengið yrði frá og eru hluti af yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við lífskjarasamninginn. Þetta eru mál eins og félagsleg undirboð, húsaleigulögin sem vernda leigjendur, lífeyrissjóðsmál og verðtryggingin.
Þetta koma fram á formannafundi ASÍ.