…á sama tíma og fátækir samlandar þeirra mega éta það sem úti frýs.
„Í sumar sem leið voru 80 milljónir auðsóttar í ríkissjóð fyrir mat handa minkum sem ræktendur sögðust ekki hafa efni á að fóðra. Rökin voru þau að verið væri að glíma tímabundið við Covid-faraldurinn. Hver var þá skýringin á því að í desember 2019 varð ekkert af fyrirhuguðu uppboði á skinnum í Danmörku og það fyrir Covid? Jú, það var einfaldlega ekki næg eftirspurn eftir skinnum dýranna. Þetta er atvinnugrein sem er ósjálfbært dýraníð. Margar þjóðir eru á móti þessari verksmiðjuframleiðslu og þeim viðbjóði sem dýrin mega þola,“ skrifar Inga Sæland í Mogga dagsins.
Inga spyr: „En hvað með fátæka eldri borgara sem hafa ekkert annað en strípaðar almannatryggingabætur? Fá þeir einhverja náð fyrir augum stjórnvalda? Svarið er einfalt NEI. Það á ekkert að gera fyrir gamla fólkið sem á ekki fyrir salti í grautinn. Það má áfram hokra í vanlíðan og fátækt án aðstoðar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.
En ríkisstjórnin er sátt og tilbúin að ausa fjármunum borgaranna í fóður fyrir minka á sama tíma og fátækir samlandar þeirra mega éta það sem úti frýs.“